Tannlæknaþjónninn - Spurt og svarað

 

Hér finnur þú svör við algengum spurningum og vandamálum sem geta komið upp í Tannlæknaþjóninum.

Ef þú finnur ekki lausn á þínum málum, getur þú sent okkur Ábendingu/þjónustubeiðni eða óskað eftir Fjaraðstoð.
 

Sending reikninga til SÍ

Uppsetning Þjónsins

 

 

 


Sending reikninga til SÍ

Hvers vegna næ ég stundum sambandi og stundum ekki?

Fyrir því geta verið margar ástæður. Athugaðu fyrst hvort samband þitt við Internetið sé í lagi, t.d. með því að opna mbl.is. Ef þú nærð ekki sambandi, skaltu prófa að endurræsa netbeinirinn (router-inn) og reyna aftur eftir 1-2 mínútur.

Ef sambandið er í lagi, getur ein skýring verið sú að SÍ sé að uppfæra kerfið hjá sér, en það gera þeir að jafnaði eftir kl. 16:00 á fimmtudögum. Ef breytingin er áríðandi, taka þeir kerfið stundum niður aðra daga vikunnar, en samt yfirleitt eftir kl. 16:00.
 

Ég næ engu sambandi við SÍ ... hvað er til ráða?

Ein möguleg skýring er að nú styður SÍ ekki lengur við eldri útgáfur af SSL/TLS samskiptamáta fyrir dulritun samskiptanna.

Þetta má laga, með því að segja tölvunni að reyna aðeins að nota TLS 1.2. Ýttu á Windows-takkann og sláðu á R og sláðu inn "inetcpl.cpl" og OK til að opna Internet Options/Properties.

Veldu síðan flipann Advanced, skrunaðu niður listann að Security-kaflanum og hakaðu við liðinn "Use TLS 1.2". Afhakaðu líka eldri útgáfur af SSL/TLS því fundist hafa veikleikar í þeim stöðlum.

Ýttu svo á Apply og OK. Prófaðu að lokum hvort samskiptin virki, með því t.d. að uppfæra SÍ-stöðu sjúklings í Stofn-myndinni.
 

Hvers vegna vill SÍ ekki að fletir séu fylltir út?

SÍ vill ekki fá upplýsingar um fleti, t.d. rótarnúmer með ýmsum gjaldliðum, s.s. 311-313. Þjónninn krefst þess hins vegar að þessar upplýsingar séu skráðar. Tímabundin lausn á þessu, felst í því að segja Þjóninum að krefjast ekki þessara upplýsinga.

Opnaðu Þjóninn, veldur Ýmislegt --> Aðgerðaskrá. Sláðu inn númer gjaldliðs og ýttu á Sækja. Smelltu síðan í svæðið "Áhrif á" og veldu af listanum sem birtist "Engin áhrif". Ýttu svo á Geyma-takkann.

Að lokum þarftu að fella niður slíka liði sem þú hefur skráð á kortið, og skrá þá aftur. Sendu síðan reikninginn rafrænt til SÍ og málið er leyst.

Ef þú vilt halda utan um þessar upplýsingar, getur þú merkt það handvirkt í Status-myndinni. Gott er að merkja strax fleiri slíka gjaldliði, svo þú lendir ekki í þessari villu síðar.
 

SÍ kvartar yfir að reikningsnúmer hafi verið notað áður

Ástæðan fyrir þessari villu, er að síðasti SÍ-reikningur sem þú sendir, var ekki prentaður út. Þú þarft að finna út hvaða sjúklingur þetta var (t.d. út frá dagbók), haka við viðeigandi gjaldliði og prenta út reikninginn (ýta á F9). Þá verður reikningsnúmerið sem sent var til SÍ í samræmi við reikningsnúmerið í bókhaldinu.

Önnur leið til að finna hvaða reikningur var sendur síðast til SÍ, er að skoða innihald möppunnar Z:\SI_reikningar (eða samsvarandi miðað við þína uppsetningu) í Windows Explorer og raða í tímaröð. Smelltu á nýjasta reikninginn og þá opnast hann (oftast í Internet Explorer) og þú getur lesið nafn/kennitölu sjúklings. Kláraðu málið með því að kalla fram sjúklinginn, merkja við viðeigandi liði og ýta á F9.
 

Hvernig tek ég út Windows uppfærslur sem trufla tölvuna?

Þann 9. ágúst 2016 gaf Microsoft út "Cumulative Update" KB3176493 sem veldur truflunum í útprentunum úr Þjóninum á Windows 10 tölvum. Fyrir Windows 7 og 8.x var gallaða uppfærslan í KB3177725.

Lausnin felst í að taka út (e. uninstall) viðkomandi uppfærslu og endurræsa tölvuna. Það má gera með því að framkvæma eftirfarandi:

  • Smella á Windows glugga neðst vinstra megin á skjánum
  • Velja Settings
  • Smella á Update & Security
  • Smella á Advanced Options
  • Smella á View your update history
  • Ef þar er ofarlega á lista "Cumulative Update for Windows 10 Version 1511 (KB3176493)" skaltu smella á "Uninstall updates"
  • Finndu KB3176493 á þeim lista, hægri-smelltu og veldu Uninstall
  • Vinnslan tekur ca. 10-15 mínútur og þarf að endurræsa tölvuna í lokin. Munið að slökkva á Þjóninum á öllum útstöðvum áður.

Stundum er þetta ekki nákvæmlega eins og að ofan greinir, það veltur á útgáfu Windows (Home/Pro/Win8).

Til að fyrirbyggja að þessi uppfærsla fari strax inn aftur, skaltu breyta uppfærslustillingum undir Advance Options: Choose How updates are installed = Notify to Schedule restart og haka við Defer Upgrades ef það er í boði.

Einnig þarf að "fela" uppfærsluna uns Microsoft gefur út formlega lagfæringu. Sjá leiðbeiningar á síðunni: https://support.microsoft.com/en-us/kb/3183922

Líklega mun Microsoft laga þessa villu á næstu vikum. Hægt er að fylgjast með framvindu mála með því að leita að "fix of KB3176493" í Google.

Ef þú þarft aðstoð við þessar æfingar, hringdu þá í Ingólf Helga (GSM 893-8227).
 

Uppsetning Þjónsins

Virkar Þjónninn undir Windows 10 og 11 ?

Já, við höfum prófað Þjóninn bæði undir 32-bita og 64-bita útgáfum af Windows 10 og 11. Hér finnur þú gátlista yfir atriði sem þarf að hafa í huga þegar uppfært er í Windows 10 og hvað þarf að gera til að fá Tannlæknaþjóninn til að virka vel undir því:

  • Afrita öll mikilvæg gögn t.d. yfir á flakkara.
  • Uppfæra í Windows 10 (lítið mál fyrir 32-bita yfir í 32-bita, annars ný innsetning).
  • Vinna Windows Update nokkrum sinnum, uns allar uppfærslur eru komnar inn.
  • Ef Þjónninn var ekki uppsettur í möppunni C:\Thjonn þá er best að færa hann þangað (til að losna við UAC villur)
  • Setja inn BDE á ný með BDEInfoSetup.exe og setja hann inn í möppuna C:\Thjonn\BDE
  • Ef margar tölvur eru nettengdar, mappa Z: drifið eins og áður var gert (yfir á móðurtölvu).
  • Vísa á Z:\ sem netdir í BDEadmin.
  • Uppfæra tilvísanir í flýtivísunum (e. short-cuts) ef með þarf.
  • Uppfæra Tann.ini og vísa á C:\Thjonn þar sem við á.
  • Setja önnur gögn á sinn stað (ef með þarf).
  • Prófa allar helstu aðgerðir í Þjóninum, til að sannreyna að þær virki rétt.
  • Virkja vírusvarnir og stilla eftir þörfum.

 

Síðast uppfært 4.5.2023


© 2014-2023 - Hugmót ehf - Allur réttur áskilinn