Orðaskiptingaforritið Saxa

Sæktu þér sýniseintak af Söxu

Orðaskiptingaforritið Saxa er lausn á þeim vanda útgefenda að skipta íslenskum orðum rétt á milli lína. Saxa sparar umtalsverðan tíma við umbrot, próflestur og loka­frágang texta til prentunar. Hún hentar öllum þeim sem nota ritvinnslu, fást við útgáfu eða prentun.

Mikill ávinningur

Ef þú notar Söxu, verður textinn sem þú sendir frá þér mun fallegri áferðar. Við umbrot flæðir hann mjúklega um síðuna jafnvel þótt þú breytir leturstærð, dálkvíddum eða skellir inn mynd. Þar sem öll orðin eru með skiptitákni, veit umbrotsforritið nákvæmlega hvernig skipta má textanum. Orðtakan í Söxu auðveldar líka próflestur og kemur í veg fyrir stafsetningarvillur. Frágangur verður allur fag­mann­legri, lesendur ánægðari og orðstírinn batnar. Við þetta bætist gríðarlegur vinnusparnaður við handvirkar leiðréttingar á orðaskiptingum. Þú græðir og viðskiptavinir þínir líka!

Smelltu á tenglana til að kynna þér Söxu nánar. Nýjasta útgáfa af Söxu er 5.0 (byggð 14.5.2005), sem þú getur sótt með því að smella á "Sækja forritið" hér að neðan.

 

© 2001-2013, Hugmót ehf - Allur réttur áskilinn