Netafrit - Örugg afritun yfir Netið

 
Hrundi tölvan þín nýlega? Hefurðu glatað verðmætu ritvinnsluskjali? Nagarðu þig í handarbökin vegna þess að þú tókst aldrei afrit af stafræna myndasafninu, þessum ómetanlegu minningum sem hurfu allt í einu? Frestarðu endalaust að taka öryggisafrit af mikilvægum gögnum af því að þér finnst það vera svo mikið mál?

Ef þú kinkar kolli, ættir þú að prófa Netafrit. Það býður upp á fljótvirka og örugga afritun gagna yfir Netið. Á skömmum tíma getur þú tekið öryggisafrit af þeim skjölum sem skipta þig mestu máli og sent þau á netþjón til geymslu. Þú andar léttar, því gögnin þín eru geymd á tölvu víðs fjarri, fullkomlega varin fyrir forvitnum augum með öflugri dulritun. Ekkert vesen með disklinga eða segulbandsspólur, engin hlaup í bankahólf eða á aðra geymslustaði.

  Nánari lýsing á Netafriti
  Sækja sýniseintak
  Verð og valkostir
  Panta notendaleyfi
  Geymsluþjónusta í boði
  Sækja leiðbeiningar
  SECopen forritið
  LogViewer forritið

Sæktu þér sýniseintak af Netafriti  
Regluleg öryggisafritun mikilvægra gagna er eina leiðin til að tryggja þig fyrir gagnatapi. Notaðu Netafrit til að taka afrit daglega ... vegna þess að tölvur hrynja fyrirvaralaust, tölvuvírusar geysa, þjófar brjótast inn og stela, rafmagnstruflanir gera ekki boð á undan sér og hús brenna stundum til kaldra kola.

Ef þú notar Netafrit, getur þú sótt aftur gögnin þín eftir slíkar uppákomur, því þau eru fullkomlega vernduð á fjarlægum netþjóni.

Axlaðu ábyrgð á gögnunum þínum og pantaðu Netafrit strax í dag!  

 

© 2002-2009, Hugmót ehf - Allur réttur áskilinn