Hugmót býður upp á ýmiss konar kerfisvinnu og forritun. Við höfum áratuga reynslu í skipulagningu hvers konar kerfa, forritun þeirra ásamt gangsetningu og kennslu. Okkar sterkustu vígi í forritun eru á eftirtöldum vélum og stýrikerfum:
- PC/Windows
- Undir Windows notum við einkum Delphi frá Embarcadero og með því þrautreynd rútínusöfn frá TurboPower, JAM-software og fleiri aðilum. Leitarforritið AcuteFinder og Tannlæknaþjónninn eru dæmi um forrit sem við höfum þróað í þessu umhverfi.
Einnig klárum við dæmið með því að nota Help&Manual fyrir notendahandbækur og hjálpartexta, og síðast en ekki síst InnoSetup fyrir fagmannlega innsetningu forrita.
- Android öpp
- Undir Android bjóðum við upp á öpp sem uppfylla þínar þarfir. Innan tíðar getur þú sótt hér ókeypis dæmi um afrek okkar á þessu sviði!
- RPG á AS/400
- Þetta rótgróna og trausta forritunarmál ásamt áreiðanlegu umhverfi IBM millitölvanna stendur alltaf fyrir sínu. Við höfum víðtæka reynslu í forritun í þessu umhverfi, t.d. höfum við unnið fjölmörg forrit og kerfi fyrir Skeljung, Prentsmiðjuna Odda, Ræsi, Borgun og Landsbanka Íslands.
Verð fyrir kerfisvinnu er kr. 22.819 án VSK pr. klukkustund.
Ef um stór verk er að ræða, veitum við oft 10-20% afslátt. Hafðu samband ef þig vantar aðstoð við sérsmíði nýrra kerfa eða viðhald á eldri kerfum.