Starfsmenn

Hjá fyrirtækinu vinna nú að jafnaði um 2-3 manns, þar af sumir í hlutastarfi. Auk þess sem við ráðum undirverktaka í einstök verkefni þegar svo ber undir. Hér gefur að líta stutta kynningu á helstu starfsmönnum okkar.

[Ingólfur Helgi]

Ingólfur Helgi Tryggvason

er framkvæmdastjóri Hugmóts og vinnur jafnframt sem kerfisfræðingur og forritari hjá fyrirtækinu. Hann er fæddur í Reykjavík 1957. Hann lauk prófi frá Loftskeytaskólanum 1975 og starfaði síðan í tæpt ár sem loftskeytamaður á togaranum Narfa RE-13. Frá 1976 hefur hann unnið við tölvur og kerfisvinnu hjá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum, auk þess að vera illa haldinn af tölvudellu allan þennan tíma. Hann er með einkaflugmannspróf og flýgur um landið eins og honum væri borgað fyrir það! Ingólfur Helgi tekur við tölvupósti á netfanginu it(hjá)hugmot.is.

[Sigríður Birna]

Sigríður Birna Gunnarsdóttir

starfar sem ritari, sölumaður, rukkari og sendill hjá fyrirtækinu. Hún er fædd á Akranesi 1957. Að loknu gagnfræðaprófi 1973 hóf hún störf hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og var þar í nokkur ár. Hún hefur fætt og alið 8 mannvænleg börn og hefur því af augljósum ástæðum verið að mestu heimavinnandi húsmóðir frá árinu 1977. Þú getur sent henni tölvupóst á sbg(hjá)hugmot.is.


© 2005-2008, Hugmót ehf - Allur réttur áskilinn