Margs konar gögn eru notuð í daglegum rekstri fyrirtækja. Til að tryggja reksturinn, þurfa þessi gögn að vera aðgengileg og fersk.Stundum bila tölvur eða diskar hrynja. Eldsvoðar, vatnstjón, rafmagnstruflanir, tölvuvírusar, þjófnaður og mannleg mistök geta einnig valdið gagnatapi. Svona mætti lengi telja; ýmiss konar atvik og uppákomur þar sem gögn glatast og afleiðingin getur orðið MJÖG alvarleg truflun á rekstri fyrirtækisins.
Hvað er til ráða?
Eina raunhæfa leiðin til að tryggja sig gegn slíkum áföllum, er að taka reglulega afrit af gögnum sem máli skipta og vista afritin á annarri tölvu, helst á öðrum stað. Til að tryggja enn meira öryggi, er skynsamlegt að afrita mikilvægustu gögnin á tvo staði.
Stundum er talað um ásættanlegt gagnatap, t.d. ef afrit er tekið daglega, merkir það að þú sættir þig við að tapa öllum breytingum sem voru gerðar sl. sólarhring. Ef það er ekki viðunandi, þarf að taka afrit nokkrum sinnum á dag, s.s. í hádeginu og að kvöldi dags.
Hugmót veitir fyrirtækjum ráðgjöf og aðstoð við að koma öryggisafritun í gott horf, og tryggja þannig samfelldan rekstur. Einnig bjóðum við geymslusvæði fyrir vistun öryggisafrita. Í þjónustunni felst meðal annars:
- Uppsetning forrita fyrir afritun
- Skilgreining á afritun gagna
- Geymslusvæði fyrir afritin
- Afritun á tvo staði
- Eftirlit með reglulegri afritun
- Endurskoðun afritunar
- Aðstoð við endurheimt gagna
Uppsetning forrita fyrir afritun
Forrit eins og Duplicati hentar vel til að afrita gögn yfir netið. Einnig má nota geymsluþjónustur s.s. DropBox, iCloud, OneDrive og Google Drive til að vista gögnin, en þá þarf sérstaklega að tryggja kröftuga dulritun, svo óviðkomandi aðilar komist ekki í þau.
Skilgreining á afritun gagna
Mikilvægt er að þekkja gögnin sín og hvar þau liggja. Við hjálpum þér að skilgreina hvað þarf að afrita, hvenær og hve oft. Til að afrita gagnagrunna þarf stundum að slökkva á þeim á meðan. Nauðsynlegt er líka að útiloka léttvæg gögn frá því að vera afrituð, því annars taka þau óþarfa tíma, geymslupláss og bandvídd.
Geymslusvæði fyrir afritin
Geyma þarf öryggisafrit á annarri tölvu og helst öðrum stað, til að tryggja gögnin fyrir stórtjóni eins og eldsvoða eða þjófnaði. Einnig þarf geymslusvæðið að vera ALLTAF aðgengilegt (24/7) fyrir afritun eða endurheimt gagna.
Við bjóðum 100 Gb geymslusvæði sem kostar aðeins kr. 19.355 án VSK á ári eða 1.613 kr. á mánuði. Afritun á annan stað og/eða auka 100 Gb geymslusvæði kostar aðeins 9.677 kr. án VSK á ári. Vinna við uppsetningu, sannprófun og endurheimtu er seld á 22.819 kr. án VSK per klukkustund. Aðeins einn reikningur er sendur árlega fyrir fastagjöldum, svo þú sparar líka í bókun og afstemmingu.
Afritun á tvo staði
Til að lágmarka mögulegt gagnatap, er skynsamlegt að afrita gögnin á tvo staði og á mismunandi tímum dags. Auka-afritið gæti verið yfir á aðra tölvu, USB-disk/minnislykil, NAS-drif á svæðinu, eða yfir á annan stað á Internetinu.
Hugmót rekur tvö gagnaver fyrir öryggisafritun, annað í Mosfellsbæ og hitt á Blönduósi. Með því að vista afritin á báðum þessum stöðum, aukast líkur á endurheimt gagnanna, t.d. ef náttúrhamfarir dynja yfir á öðrum hvorum staðnum.
Sjá nánar umfjöllun um skynsamlegt skipulag öryggisafritunar á síðu Nakivo.com um 3-2-1 afritun.
Eftirlit með reglulegri afritun
Reglubundin afritun getur bilað, t.d. ef netsamband rofnar eða forsendur breytast. Ef þú geymir gögnin hjá okkur, fylgjumst við með að afrit berist reglulega og látum þig vita ef óeðlilega langur tími sé liðinn frá síðasta afriti.
Endurskoðun afritunar
Öðru hvoru, til dæmis á 3 mánaða fresti, er skynsamlegt að endurmeta hvað skuli afrita, því tölvukerfi taka sífelldum breytingum. Ný forrit, breytt möppuheiti, ásamt öðrum breytingum á uppsetningu og notkun tölvunnar, hafa áhrif á hvaða gögn þarf að afrita.
Aðstoð við endurheimt gagna
Þegar gögn tapast, er mikilvægt að geta nálgast afritin fljótt og örugglega. Við látum þig hafa leiðbeiningar og allar upplýsingar sem til þarf (netslóð, notendanafn og leyniorð) til að ná í afritin, afkóða þau og afpakka, og koma þeim fyrir á réttum stað. Við getum líka gert þetta fyrir þig, til að flýta fyrir.
Síðast en ekki síst, er mikilvægt að sannprófa endurheimt gagna 2-3 sinnum á ári, til að fullvissa sig um að gögnin sem voru afrituð séu bæði aðgengileg og fersk, ef þau skyldu tapast.
Panta öryggisafritun gagna
Hringdu í síma 893-8227 eða sendu skeyti á it@hugmot.is til að panta öryggisafritun gagna. Tilkostnaðurinn er aðeins 2-3 vinnutímar á ári auk kostnaðar við vistun afritanna. Hugarró gerist varla ódýrari!
— Axlaðu ábyrgð á gögnunum þínum og pantaðu öryggisafritun strax í dag!
© 2015-2023 - Hugmót ehf - Allur réttur áskilinn