Til að endurheimta öryggisafrit, þarftu að nota viðkomandi afritunarforrit, t.d. Duplicati. Síðan þarftu að fylgja leiðbeiningunum hér að neðan, vísa á réttan FTP-netþjón, tilgreina notendanafn og leyniorð. Að lokum velur þú afrit og jafnvel einstaka skrár innan úr afriti, sem þú ætlar að endurheimta.
Endurheimt með Duplicati
Mikilvægt er að vista á öruggum stað eftirfarandi upplýsingar: Tilvísun á slóð geymslusafns, notendanafn og leyniorð, til að nálgast gögnin. Síðast en ekki síst, þarftu að skrá hjá þér leyniorðið sem var notað til að dulrita afritið, því án þess getur þú ekki nálgast gögnin.
Ef þú notar Duplicati-afritunarforritið, gildir eftirfarandi:
- Sækja og setja inn Duplicati á tölvunni sem þú notar fyrir endurheimtina
- Smella á pílu upp í tækjakörfunni
- Hægri-smella á Duplicati-táknið (tvö blöð) og velja Status
- Smella á Duplicati Wizard
- Velja "Restore files from a backup" og ýta á Next
- Velja "Restore files from an existing backup"
- Velja afrita-skilgreiningu
- Einnig má velja "Restore files directly" og tilgreina aðgangs-upplýsingar til að tengjast gagnageymsluþjóninum og leyniorðið sem notað var til að dulrita gögnin þegar afritið var tekið.
- Velja afrit sem er í boði (væntanlega nýjasta)
- Velja möppu sem tekur við endurheimtum skrám (Restore to this folder)
- Haka við: Restore only the items shown below og velja skrár til að endurheimta og ýta á Next
- Smella á Finish
- Skoða endurheimtar skrár og meta árangurinn
Önnur forrit
Fyrir önnur forrit gilda svipaðar leiðbeiningar, þ.e. þú þarft að sækja viðeigandi afrit frá geymsluþjóninum og afkóða það með réttu leyniorði. Eins og áður, er mikilvægt að þekkja gögnin sín og vita hvar á að vista þau.
Aðstoð í boði
Þegar gögn tapast, er mikilvægt að geta nálgast afritin fljótt og örugglega. Við getum aðstoðað þig við þetta eða gert þetta fyrir þig, til að flýta fyrir. Hringdu í síma 893-8227 eða sendu skeyti á it@hugmot.is til að panta aðstoð við endurheimt gagna.
© 2015-2019 - Hugmót ehf - Allur réttur áskilinn